Fyrsta vinnustofa haustsins

Spurningar eru upphafið að mörgu
4. september, 2018
Breytingar
24. september, 2018

Fyrsta vinnustofa haustsins

Fór fram sl. laugardag 8. september. Við tókum fyrir viðfangsefnið um efann og trú á eigin sannfæringu.

Við unnum saman verkefni þar sem við skoðuðum hvernig efinn birtist, við hvaða aðstæður og hvort það væri yfir höfuð hægt að vinna með efann.

Umræðurnar voru mjög skemmtilegar og gaman hvað við náðum að tengjast og vorum tilbúin til að deila okkar reynslu og koma með hugmyndir og tillögur að leiðum.

Allir sem tóku þátt í vinnustofunni fengu gjafabréf sem inniheldur kynningartíma og tvo einkatíma í markþjálfun hjá Markhóli markþjálfun.

Næsta vinnustofa verður 29. september sem er laugardagur og við verðum í Skeifunni frá kl.13-17. Skráning er hafin, og nú þegar hafa nokkrir bókað sig. Við miðum við að hafa ca 8 á hverri vinnustofu svo við getum náð vel utan um hópinn.

 

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

1 Comment

  1. […] Næsta vinnustofa um EFA og trú á eigin sannfæringu verður 29. september sem er laugardagur. Við verðum í Skeifunni 17 þar sem Markhóll á heima og tíminn er 13 – 17. […]

Skildu eftir svar við Breytingar – Markhóll Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *