Tískublogg Markhóls lítur dagsins ljós! – MYNDIR

Markhóll býður heim – Gleðistund – Opið hús
24. september, 2018
Stjörnuspeki: Rísandi vog – Gyðjan Venus og Britney Spears
2. október, 2018

Ég hlakka mikið til deila með ykkur skemmtilegu efni.

Góðan daginn! Tískublogg Markhóls lítur nú dagsins ljós.

Það er svo margt skemmtilegt í gangi hjá okkur. Það nýjasta er tískublogg sem mun samanstanda af greinum, pistlum, stjörnuspeki, viðtölum og öðru sem okkur dettur í hug varðandi tísku og persónulegan stíl. Í vinnslu eru greinar um stjörnumerkin og fatastíl. Við munum einnnig fjalla um vörurnar okkar og láta vita af nýjum sendingum. Ásamt því að stinga upp á skemmtilegum samsetningum.

Við tókum upp nýja sendingu í gær sem verður gaman að hafa til sýnis í kvöld á opna húsinu okkar. Ef þig langar að heimsækja okkur í kvöld þá bjóðum við heim í Skeifuna 17, 3. hæð til vinstri á milli 18 og 22. Léttar veitingar í boði og kynning á vinnustofunni Efa og trú á eigin sannfæringu sem verður á laugardaginn.

Annars, hafið það sem allra best. Ég hlakka mikið til að skrifa og setja hér inn skemmtilegt efni til að deila með ykkur.

Hér er svo brot af nýju sendingunni sem hægt er að skoða nánar í vefverslun Markhóls.

Bestu kveðjur,

Fanney ✌️

Fanney Sigurðardóttir
Fanney Sigurðardóttir
Fanney er 29 ára Reykvíkingur með áhuga á viðskiptum og sköpun. Hún er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður, góð blanda vatns og elds.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *