Árangurshjólið er hagnýtt og lifandi námskeið, hannað með því markmiði að vekja einstaklinga og teymi til umhugsunar um hvaða skilyrði leggja grunn að framúrskarandi árangri og hvernig þau eru sköpuð.

Námskeiðið skiptist í fimm þætti.

  • Sýn
  • Starfið
  • Sveigjanleiki
  • Samskipti
  • Styrkleikar

Upphafspunkturinn er sýn. Við byrjum á að skoða stöðuna í dag og horfum til framtíðar. Umræður um markmiðasetningu og ólíkar leiðir að settu marki. Hvernig veistu að þú ert að ná árangri? Hverjir eru mælikvarðarnir? Væntingar þátttakanda til námskeiðsins.

Hvernig sérðu starfið þitt? Hvað þarftu til að ná árangri? Er þitt hlutverk skýrt, hvernig tengir þú við starfið og vinnustaðinn? Verkefni, forgangsröðun, skipulag og álagsþættir. Hvernig getur þú skapað réttu umgjörðina svo hagsmunir þínir og vinnustaðarins fari saman?  

Styður menningin við sveigjanleika, nýjar hugmyndir og nýjar leiðir? Margþættur ávinningur sveigjanleika meðal annars í tengslum við vinnutíma, mönnun og aðferðir. Ábyrgð hvers einstaklings á góðri útkomu heildarinnar. Viðhorf til breytinga og mismunandi þarfa hverju sinni.

Uppbyggileg samskipti geta breytt miklu um árangur og hvernig við nálgumst verkefni og tökum ákvarðanir. Hvaða leiðir eru færar til að ná betur utan um samskiptin, og styrkja þau?Við förum yfir verkfærin og setjum í samhengi við raunhæf dæmi.

Hvernig nýtast þínir styrkleikar teyminu og vinnustaðnum? Hvernig geturðu þróað þá áfram og jafnframt eflt þig á öðrum sviðum til að bæta heildarútkomuna? Tækifærin sem felast í því að þekkja eigin styrkleika og annarra, afla sér þekkingar og miðla henni áfram innan vinnustaðarins.

Ávinningur

Á námskeiðinu fást fjölmörg tækifæri til að vinna með þá eiginleika sem gjarnan eru taldir einkenna öfluga leiðtoga en þeirra er þörf í hverju starfi ekki eingöngu í stjórnunarstöðum. Farið er yfir þá í mismunandi samhengi til að sýna fram á hversu víðtæk áhrifin geta verið fyrir einstaklingana sjálfa, teymi og vinnustaði. 

Í lok námskeiðsins mega þátttakendur gera ráð fyrir að hafa öðlast skarpari sýn á það sem skiptir þá sjálfa og þeirra teymi máli til að ná árangri auk þess að hafa fengið í hendur ýmis gagnleg verkfæri, bæði í verkefnum og samskiptum. 

Fyrir hverja

Námskeiðið er hannað með þarfir sérfræðinga, verkefnastjóra og stjórnenda í huga. Það hentar öllum sem vilja:

  • skerpa sýn gagnvart eigin stefnu, viðhorfum og styrkleikum
  • efla frumkvæði og lausnamiðaða nálgun í verkefnum og samskiptum
  • hámarka árangur í lífi og starfi og nýtingu sóknarfæra
  • efla leiðtogahæfileika sína og annarra

Fyrirkomulag

Námskeiðið byggir á virkri þátttöku þinni, markmiðasetningu og stöðutöku. Við munum vinna saman að því sem er mikilvægast fyrir þig eða þitt teymi og nýtum meðal annars aðferðir markþjálfunar.

Við tökum fyrir einn þátt í einu og fylgjum honum eftir með umræðum, verkefnum og æfingum. Hver þáttur tekur tvær vikur og hefst á 90 mínútna vinnufundi á þínum vinnustað eða í gegnum fjarfundabúnað, Þátttakendur nýta æfingar og verkefni í eigin starfi milli tíma og fá því strax þjálfun í að yfirfæra efni námskeiðsins á eigin aðstæður.

Í lok námskeiðs er sérstakur umræðutími þar sem reynslan af námskeiðinu verður skoðuð og farið yfir upphafsmarkmið þátttakanda og væntingar.  

Árangurshjólið í heild tekur 10 vikur. Við leggjum áherslu á sveigjanleika, þess vegna er einnig í boði að taka hluta námskeiðsins með því að velja leið 1, 2, eða 3:

Leið 1 Sýn og þrír þættir að eigin vali (8 vikur) 

Leið 2 Sýn og tveir þættir að eigin vali (6 vikur)

Leið 3 Sýn og einn þáttur að eigin vali (4 vikur)

Verð

Sérstakt kynningarverð.

Árangurshjólið heildarnámskeið verð 195.000 kr. Kynningarverð (20% afsláttur) 156.000 kr.

Leið 1 Verð 165.000 kr. Kynningarverð (20% afsláttur) 132.000 kr.

Leið 2 Verð 135.000 kr. Kynningarverð (20% afsláttur) 108.000 kr.

Leið 3 Verð  95.000 kr.  Kynningarverð (20% afsláttur)   76.000 kr.    

Fyrir teymi: Gerum tilboð til fyrirtækja. 

Kannaðu hvort þú átt rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi til að sækja námskeiðið.

Leiðbeinendur

Námskeiðið Árangurshjólið er samstarfsverkefni Lilju Hallbjörnsdóttur og Þóru Bjargar Jónsdóttur sem eru leiðbeinendur á námskeiðinu, ýmist önnur eða báðar, allt eftir fjölda þátttakenda og þörfum viðskiptavina.

Lilja Hallbjörnsdóttir er alþjóðlega vottaður markþjálfi  ACC og viðskiptaþjálfi. Lilja lauk grunn og framhaldsnámi í markþjálfun frá Evolvia. Hún hefur sótt ýmis námskeið á sviði markþjálfunar, meðal annars masterclass í viðskipta og stjórnendaþjálfun hjá WBECS. Hún lærði markaðssamskipti og almannatengsl í HR og á að baki yfir 20 ára reynslu í stjórnun og rekstri fyrirtækja. Lilja er stofnandi og eigandi Markhóls þar sem hún starfar í dag. 

Þóra Björg Jónsdóttir er markþjálfi og ráðgjafi. Þóra lærði stjórnendamarkþjálfun í HR (Executive Coaching). Auk þess að fylgjast með stefnum og straumum í markþjálfun hefur hún aflað sér þekkingar á sáttamiðlun og situr nú í stjórn Sáttar, félags um sáttamiðlun. Þóra er lögfræðingur að mennt og starfaði um árabil við fagið, meðal annars í lögmennsku en rekur nú eigið fyrirtæki, Stokku.

Lilja og Þóra eru báðar í fagfélagi markþjálfa á Íslandi, ICF Iceland.

Nánari upplýsingar sendu okkur línu

lilja@markholl.is / thora@stokka.is

Við svörum við fyrsta tækifæri!