Einkakennsla í mótun framtíðarsýnar

Ertu með óljósa hugmynd um á hvaða leið þú ert?

Langar þig að skýra myndina og ákveða hvert þú vilt fara og hvað þú vilt hafa til lengri tíma?

Ég býð upp á einkakennslu yfir þrjár vikur þar sem við hittumst þrisvar og setjum saman þitt plan.

Þú færð spurningar og verkefni og við vinnum saman að því að skýra þína sýn og búa til mynd. Að lokinni vinnunni stendurðu uppi með skýran tilgang og áætlun um hvernig þú ætlar að láta þetta ganga upp.

Ávinningurinn af þessu öllu er:
● Orkusparnaður. Þú þarft ekki stöðugt að hugsa hvar þú ert stödd/staddur því þú veist það.
● Betri möguleikar á góðum ákvörðunum því þú veist hvert þú ert að fara.
● Heilt yfir meira öryggi því þú hefur plan sem byggir á því mikilvægasta fyrir þig.

Hvar:
Ég mæli með að hittast í eigin persónu og ég framfylgi öllum reglum og leiðbeiningum varðandi sóttvarnir. Við hittumst á skrifstofunni hjá mér í Ármúla 36, þar er gott næði og þægilegt umhverfi. Ef þú ert ekki á stór höfuðborgarsvæðinu þá er ekkert mál að hittast á netinu eða í síma. Það virkar líka.

Hvenær:
Fyrsta skrefið er að hittast og ég heyri hvaða pælingar þú hefur og segi þér betur frá fyrirkomulaginu. Að því loknu bókum við næsta fund. Þú ákveður hvenær þú vilt byrja það getur verið núna eða í janúar/febrúar /mars. Mikilvægast er að finna tímann sem hentar og mín reynsla er sú að það gerist þegar við sjáum tilganginn með því að hefjast handa.

Verð:
Verðið er 45.000.- Lítið mál að skipta greiðslum og þú greiðir þegar þú byrjar. Mörg stéttarfélög veita styrki allt að 90% af verði.

Ég er markþjálfi og hef lokið grunn og framhaldsnámi ásamt alþjóðlegri vottun í faginu sem og endurmenntun í viðskiptamarkþjálfun. Ég nota þessar aðferðir ásamt reynslu og menntun úr stjórnun, rekstri, markaðs og starfsmannamálum sem nær yfir 20 ár.

Ef þig langar að vinna með mér að þinni framtíðarsýn þá geturðu sent mér skilaboð í tölvupósti á lilja@markholl.is eða notað bókunar hnappinn hér á síðunni minni.

Hlakka til að heyra frá þér!