Hvernig get ég hjálpað þér?

Markþjálfun er aðferð sem hentar og er góð leið þegar þú finnur að það er kominn tími til að takast á við ákveðið verkefni tengt þér persónulega vinnulega eða bæði.

Aðferðin er góð í að setja kastljós á aðalatriðin og skýra línur. Það er alveg möguleiki að þú hafir frestað því að takast á við þetta verkefni en núna veistu að þú þarft að gera eitthvað. Í stað þess að gera eitthvað þá færðu tækifæri til að gera það sem er mikilvægast fyrir þig núna í þessari stöðu. Mér finnst markþjálfun nýtast vel í bland við aðrar aðferðir ég nota til dæmis markþjálfun í bland við annað sem ég hef lært og reynt. Menntun, og áratuga reynsla á sviði rekstrar, stjórnunar og markaðsmála nýtist bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það er í sjálfu sér ekki svo mikill munur á því að sjá um eigin persónulegan rekstur þróun og vöxt og því að reka fyrirtæki.
Í báðum tilfellum viljum við sjá árangur. Í rekstri fyrirtækja er stöðutaka og framtíðarsýn alveg jafn mikilvæg og fyrir einstaklinga að skoða og meta.Það tekur tíma að venjast hugsuninni að ekkert þurfi að vera að til að gera breytingar eða hugsa stöðuna upp á nýtt. Að langa til að breyta um áherslur er fullkomlega eðlilegt og það besta er að það er algjörlega mögulegt.

Það sem oftar en ekki stendur í veginum erum við sjálf og þær hindranir og hugsanir sem við röðum upp í kringum okkur. Það er til dæmis ekki rétti tíminn núna alltof mikið að gera. Þetta er nú ekki svo slæmt. Kemur eitthvað út úr þessu hvort sem er? Þetta gæti alveg verið verra. Kannski er best að bíða og sjá. Það er allskonar sem okkur dettur í hug að hugsa til að fresta því að horfast í augu við það sem er og kannski helst horfast í augu við okkur sjálf.
Það er ekkert að því að leita eftir stuðningi, fá speglun á aðstæður fá hvatningu og partner til að hugsa og vinna með sér.

Mín reynsla er sú að þeir sem treysta ferlinu og eru tilbúnir að vinna með það sem þeir vilja hafa öðruvísi upplifa hluti eins og:

  • Einfaldaleika – skýrari sýn.
  • Létti – minni áhyggjur þú veist hvað þú ert að gera.
  • Meiri tími aflögu – betri nýtingu á vinnudeginum.
  • Gleði – það er gaman að gera meira af því sem gengur vel.
  • Styrk – tækifæri og möguleikar á ýmsum sviðum.
  • Færni – eins og í samskiptum þegar þú veist fyrir hvað þú stendur því skýrari skilaboð geturðu gefið.

Kannski ertu á krossgötum og ekki viss um næstu skref kannski vantar þig að sjá heildarmyndina.

Ég hef áhuga á að þú náir fram því besta fyrir þig. Ég get dregið saman og sett fram í mynd og hjálpað þér að móta næstu skref.

Ég hef hjálpað einstaklingum:

  • Að undirbúa sig fyrir atvinnuviðtal.
  •  Að draga fram það sem skiptir máli.
  •  Að finna út raunhæfar leiðir að árangri.
  •  Að finna út úr forgangsröðun skref fyrir skref.
  •  Að setja upp áætlun sem hægt er að styðjast við og fara eftir.
  •  Að finna drifkraftinn og þora að treysta því sem er.
  •  Að segja nokkur orð fyrir framan hóp.
  •  Að finna styrkleika og gera meira af því sem hefur gengið vel.

Forsendur góðrar samvinnu og árangurs er traust.

Á hverju byggir traust hvað þarf þjálfari að hafa efst í huga alltaf? Það sem ég hef sett mér sem fagleg skilyrði í mínu starfi er:

  • Vera samkvæm sjálfri mér.
  • Heiðarleiki og bein samskipti segja það sem er.
  • Góðan ásetning að vilja öðrum vel.
  • Einlægni mæta fólki þar sem það er.
  • Hlutleysi að horfa hlutlaust á aðstæður án þess að dæma.

Ef þetta sem ég nefni hér talar til þín og þú hefur áhuga þá er fyrsta skrefið að heyrast. Þú getur bókað fund hér. Þú getur líka sent mér skilaboð á FB síðu Markhóls eða á Instagram Markhóls eða hringt í mig 892 6917.