
Um Markhól
Markhóll - Skilar einstaklingum og fyrirtækjum árangri
Upphaf og ávinningur
Markþjálfun er tiltöluleg ný á Íslandi. Upphaf markþjálfunar á Íslandi má rekja til ársins 2004. Markþjálfun hefur hins vegar verið stunduð á alþjóðavísu, sérstaklega í Bandaríkjunum, frá seinni hluta 6. áratugarins. Þróunin vestanhafs hefur verið sú að ekki er alls ólíklegt að áhrifafólk og stjórnendur hafi sinn persónulega markþjálfa í þeim tilgangi að fá hlutlausa endurspeglun á verkefni og sig sjálfa.
Viðfangsefni þeirra sem sækja markþjálfun geta verið af ýmsum toga. Samskipti, starfsþróun, skipulag verkefna, persónulegur vöxtur eða stefnumótun, framtíðarsýn eða stöðutaka sem dæmi. Tekið skal fram að markþjálfi er ekki leiðbeinandi eða ráðgjafi. Markþjálfi veitir hlutlausa hlustun, endurspeglun og vinnur að árangri viðskiptavinar síns í samstarfi við hann. Að vinna með markþjálfa er svona eins og að hafa “partner” samstarfsaðila í þínu horni. Mér finnst rétt að það komi fram að markþjálfun er ekki bundin við ákveðna tímalengd eða ákveðinn stað, það er matsatriði í hvert skipti hversu langan tíma við tökum og hvar við hittumst. Símtal í 10 mínútur fyrir mikilvægan fund gæti skilað þér jafn miklum eða meiri árangri en klukkutíma fundur í fundaherbergi. Mér finnst þetta í raun vera einn stærsti kosturinn við markþjálfun og aðferðina. Sem um leið gerir hana svo hagnýta og árangursmiðaða. Við vinnum með það sem að skiptir máli og leggjum áherslu á það sem skilar okkur árangri. Sem sagt við förum vel með tímann og vinnum út frá fókus.
Ávinningur markþjálfunar er margskonar. *Rannsókn **ICF frá 2017 um neytendavitund leiddi í ljós að aðilar sem unnu með markþjálfa uppskáru m.a.:
Farsælli samskipti.
Aukið sjálfstraust.
Aukin afköst.
Betri frammistöðu.
Aukið jafnvægi í vinnu og einkalífi.
(*Rannsókn framkvæmd af PwC. 27,134 svör fengust dreifð yfir 30 lönd. **International Coach Federation).
Lilja Hallbjörnsdóttir, ACC markþjálfi
Ég er Lilja Hallbjörnsdóttir, alþjóðlega vottaður markþjálfi ACC og stofnandi Markhóls. Bakgrunnur minn kemur úr rekstri og stjórnun fyrirtækja en sá ferill spannar rúmlega 20 ár. Vorið 2018 lauk ég framhaldsnámi í markþjálfun og í mars sama ár tók ég alþjóðlega vottun markþjálfa, ACC. Markþjálfi er aldrei fullnuma í faginu. Hann þarf að bæta við sig fjölbreyttri þekkingu af ýmsum toga. Það skiptir mig miklu máli að tengjast faginu á alþjóðavettvangi. Ég er félagi í WBECS en það eru samtök sem standa fyrir ráðstefnum, námskeiðum og endurmenntun stjórnendamarkþjálfa. Samtökin fá til sín reynslumikla þjálfara og allt nám er praktískt og góð æfing svona heldur manni á tánum. Ég hef farið i gegnum nokkur masterclass námskeið hjá þeim og bý sannarlega að þeirri þekkingu.
Fyrirtæki og einstaklingar
Ég vinn með fyrirtækjum, einyrkjum og einstaklingum í að byggja og styrkja sig og starfsemina innanfrá. Ég bý til farveg og jarðveg fyrir aðra sem fá mig inn sem samstarfsaðila í styttri eða lengri tíma allt eftir því hvernig þörfin er skilgreind í upphafi eða hvernig hún svo þróast. Kjarnastarfsemi Markhhóls er að skila raunverulegum árangri þannig að viðskiptavinur standi eftir með eitthvað í höndunum, að það hafi átt sér stað breyting og opnun á möguleika og tækifæri.
Markþjálfi er bundinn trúnaði við viðskiptavini sína skv. siðareglum ICF.
Hvað er það sem að ég kem með að borðinu?
Það sem að ég kem með eru hugmyndir að lausnum og leiðum fyrir stjórnendur til að nota áfram fyrir sjálfa sig og með sínum hópi. Þannig að þeir geti í rauninni innleit þessa aðferð til notkunar þegar hennar er þörf. Þetta er ekki skyndilausn heldur mótuð aðferð til að þjálfa stjórnendur til lengri tíma á þann veg að þeir geti svo skilað áfram og miðlað. Sú þjónusta sem ég veiti fer eftir þörf starfseminnar. Það er ekki aðalatriðið hvað mér finnst í þessu sambandi, ég aðlaga mig að því sem viðskiptavinur minn þarf og í sameiningu skilum við starfseminni árangri. Það má því segja að hver og einn og hvert og eitt fyrirtæki eða starfsemi fær afhent sérsniðna lausn.
Hafir þú eða þitt fyrirtæki áhuga á að skoða mögulegt samstarf er hægt að panta kynningarfund á lilja@markholl.is eða í síma 892 6917.
Bestu kveðjur,
Lilja Hallbjörnsdóttir, ACC markþjálfi