Vinnustofur Markhóls

Markhóll býður fyrirtækjum, félagasamtökum og hópum upp á sérsniðnar vinnustofur.

Tilgangur vinnustofa er að rannsaka og skoða saman fyrirfram ákveðið viðfangsefni og komast að niðurstöðu.

Vinnustofurnar eru eftir óskum viðskiptavina og miða að því að skila þátttakendum því sem þeir hafa væntingar um, dýpka þekkingu, setja saman raunhæfa áætlun og æfingar sem koma að sem mestu gagni. Þannig má segja að hægt sé að taka hvað sem er fyrir á vinnustofu, tilgangurinn er skýr, markmiðin ljós og væntingar liggja fyrir. Vinnustofa getur þess vegna verið tækifæri til að efla og styrkja, takast á við breytingar, tækfifæri fyrir hópa og teymi að stilla sig saman finna sameiginlega fleti á verkefnum, spegla ólík sjónarmið með endamarkmiðið að komast að niðurstöðu.

Undirbúningur er mikilvægur þess vegna legg ég mikið upp úr því að greina og heyra hvað það er sem viðskiptavinurinn vill fá fram með vinnustofunni sem og að skilja og meta samsetningu hópsins svo útkoman verði jákvæð og gagnleg fyrir alla.

Dæmi um vinnustofur sem Markhóll hefur staðið fyrir og standa meðal annars til boða:

Að segja nokkur orð.

Vinnustofa sem tekur á því hvernig hægt er að takast á við það að tjá sig opinberlega, á fundi, eða í hópi og líða vel á meðan. Vinnustofan gengur út að styrkja og sýna með æfingum hvernig með einföldum hætti hægt er að yfirstíga það sem hindrar þig.

Hentar vel fyrir vinnustaði, félagasamtök, hópa sem vilja takast á við viðfangsefnið sem einstaklingar og hópur.

Við leggjum upp með að svara þremur spurningum á vinnustofunni, tengjum æfingar og verkefni ásamt því að taka á móti endurgjöf og þróunarsviði.

  1. Á hverju er best að byrja?
  2. Um hvað á ég að tala?
  3. Hvað ef mér mistekst?

Að segja nokkur orð II

Framhalds vinnustofa þar sem við höldum áfram með viðfangsefnið en förum dýpra og setjum enn meiri fókus á einstaklinginn.

  1. Hverjir eru þínir styrkleikar?
  2. Hvað viltu leggja áherslu á?
  3. Hvað er mikilvægt fyrir þig?

Við vinnum verkefni sem hópur en líka sem einstaklingar þannig getur þú unnið með ákveðin atriði sem þú vilt styrkja þig í varðand að segja nokkur orð. Við æfum erindi, eða ræðu, þú getur verið með raunverkefni eitthvað sem stendur til hjá þér að gera. Við nýtum styrk hópsins fáum endurgjöf og hver og einn þátttakandi fær persónulega endurgjöf og þróunarsvið sent til sín frá mér. Einkatíma í markþjálfun fylgir ef áhugi er á því til að styrkja og styðja enn betur við verkefni vinnustofunnar.

Að hafa trú á eigin sannfæringu

Vinnustofa um trú á eigin getu, efa, og sannfæringu. Hvers vegna efumst við? Hvernig er hægt að vinna með efann og byggja upp trú á eigin getu. Hvaða leiðir eru færar til að grípa sig í efanum og halda áfram. Vinnustofan felur í sér sjálfsvinnu og rannsókn ásamt skemmtilegum og uppbyggilegum æfingum og þátttöku í hópumræðu.Vinnustofan hefur verið haldin að vori til á fallegum og kyrrlátum stað rétt fyrir utan bæinn.

Að þekkja styrkleika teymis.

Hverju breytir það fyrir teymi og einstaklinga að þekkja eigin styrk. Hvernig getur styrkur hvers og eins skilaði góðri niðurstöðu fyrir heildina. Þeir sem nýta styrkleika sína í starfi eru sex sinnum líklegri til að vera ánægðir í starfi hægt er að sýna fram á áhrif starfsánægju á afkomu fyrirtækja. Teymi fyrirtækja sem fókusa á styrkleika skila 12,5% meiri framleiðni.*

Við tengjum saman styrkleika og samskipti. Hvernig kynnir þú þig, hvað hefurðu upp á að bjóða í samskiptum? Virk þátttaka í verkefnum og umræðum er ætlað að skila niðurstöðu sem teymið getur byggt á og unnið með áfram eftir að vinnustofu lýkur. Vinnustofan hefur hentað fyrir teymi sem vinna saman að tímabundnu ákveðnu verkefni, ákveðnu átaksverki sem þarf að skila árangri strax sem og teymum sem þekkjast ekki mikið en vinna sameiginlega og þvert á ýmis verkefni fyrirtækis.

*Rannsókn Gallups 2018

100% trúnaður og heilindi eru lykilatriði á öllum vinnustofum Markhóls, sem fagaðili með þjálfun að leiðarljósi og skuldbindingu alþjóðasamtaka ICF (International Coaching Federation) mun ég tryggja að svo verði.

Allar nánari upplýsingar varðandi vinnustofurnar er hægt að fá með því að senda mér línu hér:

https://markholl.is/boka-fund/