Fyrirtæki

Fyrstu skref

Ég býð fyrirtækjum upp á frían kynningartíma án allrar skuldbindingar. Þannig er hægt að meta hvort markþjálfun sé það sem fyrirtækinu vantar og í leiðinni hvort að ég sé markþjálfi sem hentar í verkefnið. Ef af samstarfi verður gerum við með okkur samkomulag um hvað það er sem við erum að fara að gera, hversu lengi og hvert endamarkmiðið sé. Þessi þjálfun felur í sér skuldbindingu af minni hálfu og fyrirtækisins.


Staðsetning

Ég mæti þér og þínu fyrirtæki þar sem þið eruð. Á netinu eða í gegnum síma. Séu þið á stór-höfuðborgarsvæðinu get ég einnig komið til ykkar.


Um markþjálfann

Ég er ACC vottaður markþjálfi sem þýðir að ég hef lokið fyrsta vottunarstigi ICF (International Coach Federation). Samtökin standa vörð um fagið og fagmennskuna og leggja til grundavallar 11 hæfniskröfur sem allir markþjálfar skuldbinda sig til að hafa að leiðarljósi. Ég lauk grunnnáminu 2016 og framhaldsnámi í markþjálfun vorið 2018 frá Evolvia - en stofnandi þess skóla er frumkvöðullinn Matilda Gregersdottir sem kom með markjálfun til Íslands.

Ástæða þess að ég er í þessu fagi og hef stofnað fyrirtækið Markhól er sú að ég hef svo mikla trú á þessari nálgun markþjálfunar. Hvernig aðferðin getur stutt við einstaklinga og hópa og hjálpað þeim að meta og taka ákvarðanir út frá sér og sínum væntingum.

Bakgrunnur minn er úr rekstri, stjórnun og markaðsmálum. Ég hef stýrt stórum einingum og deildum, farið fyrir breytingum og unnið mikið með fólki. Ég sé bara tækifæri í markþjálfun og hef þá staðföstu trú og áhuga á að taka hana áfram og vinna með. Mig langar til þess að vera sú sem býr til vettvang - skapar aðstæður fyrir aðra svo þeir geti haldið áfram og stækkað. Mig langar til að ná árangri og búa til verðmæti sem skipta máli.

Verðskrá

Sértæk verkefni:

Við upphaf verkefnis greiðast 50.000 kr. sem er fast gjald. Markhóll býður upp á sérsniðnar lausnir eins og hentar hverri og einni starfsemi. Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð í verkefni. Kynningatímar og kynningafundir eru ávallt í boði án endurgjalds.

Vinnustofur:

Fer eftir lengd og umfangi. Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð í vinnustofu.


Greiðslufyrirkomulag

Greiðsla fyrir markþjálfun leggst inn á reikning 0513-26-526100 kt. 270966-4899, það er eigandi Markhóls Lilja Hallbjörnsdóttir.


Trúnaður og öruggt umhverfi

Markhóll leggur mikið upp úr því að skapa þægilegt og öruggt umhverfi. Þá er markþjálfi bundinn trúnaði við viðskiptavini sína skv. siðareglum ICF.


Praktískar upplýsingar

Opnunartími
Virka daga frá 08:00 - 20:00

Markhóll markþjálfun
Lilja Hallbjörnsdóttir
Kt. 270966-4899