Viðskiptatengd vinnustofa Hótel Eyja

Viðskiptatengd vinnustofa er fyrir athafnafólk og sjálfstætt starfandi. Þá sem eru á byrjunarreit með mótaða eða ómótaða hugmynd og þá sem hafa verið einhvern tíma í rekstri og vilja fá innblástur.

Notast er við markþjálfun, markaðsfræði, umræður, verkefni og sjálfsþekkingar- og innsæisæfingar til að opna á möguleika og móta skýra stefnu og aðgreiningu hvers aðila fyrir sig. Hér búum við einnig til umhverfi þar sem hægt er að miðla af eigin reynslu og deila, tengjast.

Námskeiðið miðar að því að skila þátttakendum einstakri upplifun, dýpri nálgun, stöðutöku, tengslum og umræðum.

 • Hvar: Hótel Eyja, Brautarholti 10-14, 105 Rvk.
 • Hvenær: Laugardagur 27. nóvember 10 – 16
 • Fjöldi sæta: 10
 • Verð: 50.000.-
 • Innifalið:
  – 6 klst. vinnustofa á Hótel Eyju.
  – 2. klst. einkatími og eftirfylgni með Lilju og Fanneyju.
  – Vinnubók með öllu efni sem farið verður yfir á vinnustofunni ásamt ítarefni.
  – Viku fyrir vinnustofu fá allir skráðir þátttakendur sendan til sín upplýsinga- og undirbúnings póst sem ætlaður er til að setja sig í gírinn og stilla inn á það sem í vændum er.
  – Hádegismatur, val um tvo aðalrétti fisk eða kjúkling. Einnig í boði vegan útgáfa.
  – Eftirréttur.
  – Kaffi, te og sódavatn
 • Skráning: lilja@markholl.is eða á bókunarsíðu Markhóls, sjá hér.

Vinnustofu lýsing

Við skoðum viðskipti og tengingar viðskipta út frá þremur lykilorðum. Sjálfsþekking, aðgreining og tengsl. Hver er tilgangur þinna viðskipta og hvað er mikilvægast? Við mótum persónulega framtíðarsýn og kynnum hvernig hægt er að vinna með markmið á skilvirkan hátt. Aðgreining á markaði út frá verði út frá ólíkum verðstefnum. Fyrir hvað stendur þitt vörumerki og hvaða persónuleiki einkennir vörumerkið þitt? Áhrif tengsla á viðskipti og samskipti. Hvernig eru þín samskipti og tengsl og skiptir það máli í viðskiptum? Hver er þín kynning, ertu áhugaverð/ur? Samantekt og yfirsýn, hveru eru næstu skref? Einkatími innifalinn fyrir hvern og einn til að vinna enn dýpra með eigin hugmynd eða fyrirtæki.

Greiðslufyrirkomulag

Þú tryggir þér sæti með skráningu á vefsíðu Markhóls, Markhóll.is/bókanir, og greiðslu á staðfestingargjaldi 25.000. Reikningur er sendur í heimabanka. Flest stéttarfélög veita styrki til námskeiðs allt að 90%. Staðfestingargjald er óafturkræft.

Það sem þú færð með þátttöku á vinnustofunni

Vinnustofunni er ætlað skilja eftir hjá þér innsýn og innspýtingu inn í það hvernig þú getur fundið tilganginn og hvernig þú forgangsraðar. Hvað skiptir mestu máli? Hvernig er þín persónulega framtíðarsýn? Aðgreining á markaði út frá verði og verðstefnu. Aðgreining vörumerkis og persónuleika vörumerkis. Fyrir hvað stendur fyrirtækið þitt, verkefni þitt, hugmyndin þín? Hvaða þjónustu veitir þú og hvers vegna? Hvernig tengjumst við öðrum og hvernig getum við styrkt þær tengingar sem við höfum nú þegar? Samantekt og eftirfylgni.

Um okkur

Við erum Fanney Sigurðardóttir og Lilja Hallbjörnsdóttir. Fyrir utan að vera mæðgur og nánir samstarfsfélagar þá erum við báðar með mikinn áhuga á viðskiptum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við stöndum fyrir vinnustofu saman. Árið 2018 héldum við nokkrar vinnustofur um efa og trú á eigin sannfæringu. Þá hefur Lilja stýrt vinnustofunni Að segja nokkur orð og Fanney verið með vinnustofur tengdar stjörnuspeki og innsæi. Síðasta vinnustofa sem við héldum var einmitt Viðskiptatengd vinnustofa, helgina 16. og 17. október á Kleif Farm.

Fanney er viðskiptafræðingur og á og rekur fyrirtækið sitt Fanney – Stjörnuspeki. Áður sinnti hún starfi þjónustustjóra Já hf.

Lilja er eigandi og stofnandi Markhóls markþjálfunar. Hún er alþjóðlega vottaður markþjálfi og menntuð í stjórnun og markaðsfræðum (diploma frá HR og Hí). Lilja á að baki yfir tuttugu ára reynslu í rekstri, stjórnun og markaðsmálum.

Fanney og Lilja

Umsagnir þátttakenda Viðskiptatengdrar vinnustofu á Kleif Farm, 16. og 17. október

„Þið bjugguð til öruggt rými fyrir okkur, miðluðuð upplýsingum á mjög skilgreinilegan hátt. Maður fékk betri sýn á sinn rekstur og kraft til að gera betur. Þið gerðuð gríðarlega mikið fyrir mig. Er ótrúlega þakklát að hafa fengið að vera með ykkur í þessu.“ – Lovísa Tómasdóttir

„Mér fannst yndislegt að læra af svona hjartahlýjum konum sem að virkilega vilja hjálpa manni að sækja styrkinn sinn.“ – Anna Guðný Torfadóttir

„Staðsetningin, umgjörðin, flæðið, tímastjórnunin, viðmótið ykkar, umhyggjan og næmnin – allt til fyrirmyndar. Öll upplýsingagjöf á undan var mjög skýr. Efnið ekki of þungt né flókið, allt svo aðgengilegt og auðvelt að tengja, mannlegt og huggulegt, maturinn æði.“ – Hera Sigurðardóttir

„Frábært utanumhald, jákvæðni og góð orka. Spurningarnar og verkefni umhugsunarverð á jákvæðan máta. Ykkur tókst að laða fram það besta í öllum. = Kraftur. Þetta var töfrum líkast! Takk. Valdeflandi = Empowering.“ – Ásta Sigríður

„Mér fannst frábært hvað þetta var vel sett upp, faglegt og vel skipulagt. Gott og traust utanumhald. Ég get 100% mælt með vinnustofunni sama hvar þú ert statt/staddur/stödd í viðskiptum! Þú færð ekki bara réttu tólin til að hámarka árangur heldur líka aðferðir til að nota tólin á þinn eigin hátt. Mér fannst ég fá nýja innsýn í fyrirtækið mitt sem nýtist mér á góðan hátt.“ – Saga Lluvia

„Hvað það var mikið interactive, speglun og tengjast/heyra í hinum. Viðskipti sett í skemmtilegan búning.“ – Róberta Michelle Hall

„Skipulagið, gegnsæið, skýrleikinn. Mér fannst gott að heyra reynslusögurnar og getað speglað mínar áhyggjur eða minn raunveruleika í ykkur og í hópnum. Mér fannst efnisinnihaldið passa við það sem mig vantaði að vita.“ – Arianna Ferro

Fyrir bókanir á Viðskiptatengda vinnustofu á Hótel Eyju 27. nóv, smelltu hér.

Myndir frá Hótel Eyju