LMI

Egó
12. ágúst, 2019
Samstarf Markhóls og Stokku
23. júní, 2020

Markhóll hefur hafið samstarf við LMI – Leadership Management International. Alþjóðleg leiðtogaþjálfun sem miðar að því að hjálpa stjórnendum að ná hámarks árangri á þeim vettvangi sem þeir starfa. Þjálfunin kemur frá Bandaríkjunum og byggir á rúmlega 50 ára reynslu. Þjálfunin er virk í 80 löndum og til á 30 tungumálum meðal annars á íslensku.

Það sem er einstakt við þessa þjálfun er hvernig hún er uppbyggð, en til grundvallar er lesefni og verkefni sem byggir á efni textans. Í lok hvers kafla sem eru 6 í heildina fer þátttakandi í gegnum verkefnin, setur sér markmið út frá viðgangsefninu, tekur saman hverju kaflinn skilaði og vinnur með þjálfaranum.

Þátttakandi og þjálfari hittast á 3-4 vikna fresti á þeim 6 mánuðum sem þjálfunin stendur yfir. Á þeim tíma hefur þátttakandi tækifæri til að spegla og fara yfir það sem hann telur mikilvægast fyrir sig og hvernig hann gæti nýtt umfjöllunarefni hvers kafla.

Það er því í senn sjálfskoðun og mat hvers og eins sem og vinna með þjálfara sem dýpkar þessa nálgun og setur enn betur í samhengi þær áskoranir sem hver og einn stjórnandi þekkir úr sínu umhverfi.

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *