Samstarf Markhóls og Stokku

LMI
28. ágúst, 2019
Speglun og ráðgjöf
10. ágúst, 2020

Núna ári eftir að við Þóra hittumst fyrst þá sem tilvonandi ráðgjafar hjá alþjóðlegu stjórnendaprógrammi er tími til að taka stöðuna og ákveða næstu skref. Það kom fljótlega í ljós að það er margt sem að sameinar okkur tvær, fyrir utan að vera báðar markþjálfar þá deilum við ákveðinni sýn. Það var einmitt á þeim nótum sem við tókum ákvörðun um að setja punktinn við alþjóðlega prógrammið og halda saman tvær af stað í samstarf. Sem markþjálfar þá þekkjum við það vel hversu árangursmiðuð og ákveðin aðferð markþjálfun getur verið. Við sáum tækifæri í því að hanna saman praktískt námskeið fyrir einstaklinga og teymi tengja saman það sem við kunnum og höfum reynt í bland við aðferð markþjálfunar. Við erum spenntar og hlökkum til að kynna betur og byrja af fullum krafti í haust.

Eftir sem áður erum við báðar með okkar fyrirtæki og verkefni á þeim vettvangi en Þóra á og rekur Stokku. 

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *