Framtíðarsýn Markhóls

Viðskiptatengd vinnustofa – Ummæli
23. október, 2021

Farvegur fyrir hugmyndir og tækifæri sem leiða til sjálfstæðis og frelsis einstaklinga og hópa.

Þessi setning lýsir framtíðarsýn Markhóls.

Hvaða þýðingu hefur þessi framtíðarsýn og hvernig birtist hún? Framtíðarsýn hefur þann tilgang að vera lýsandi fyrir þá stefnu og sýn sem einstaklingur eða fyrirtæki hefur og stendur fyrir. Ég hef þá staðföstu trú að stuðningur og styrking einstaklinga færi okkur áfram til framtíðar og ég vil með mínu framlagi og Markhóls standa fyrir því að búa til vettvang þar sem hugmyndir og tækifæri fá rými til að ýta undir sjálfstæði og frelsis einstaklinga til að gera það sem þeir gera best upplifa eigin styrk og sjá tækifæri í því að vaxa og dafna.

Þannig hefur allt það efni sem ég hef sett saman og boðið tekið mið að því að styrkja hvern og einn sem einstakling.

– Einstaklings samtöl/ þjálfun þar sem unnið er með hvað það sem viðkomandi vill taka fyrir skoða og breyta með það að markmiði að skila betri niðurstöðu.

– Hóp samtal / þjálfun þar sem við tökum fyrir ákveðið viðfangsefni og komumst að niðurstöðu.

– Vinnustofur þar sem stutt er við einstaklinga hvort sem það er að standa upp og segja nokkur orð fyrir framan hóp eða vinna með styrkleika hvers og eins.

– Aðstoð við að móta sýn og stefnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Einkakennsla í mótun framtíðarsýnar.

– Vettvangur þar sem athafnafólk og sjálfsætt starfandi fá tækifæri til að spegla hugmyndir og vinna markvisst í því að koma sinni hugmynd í framkvæmd þar sem við tökum fyrir það helsta sem mætir þeim sem starfa sjálfstætt eða þeim sem eru að velta þeim möguleika fyrir sér.

Það er ekkert ómögulegt það eru alltaf leiðir í mark það getur tekið mis langan tíma að komast þangað en það er hægt.

Tilgangur minn með öllu saman þeirri vinnu sem ég sinni og stofnun Markhóls í lok árs 2017 var að vera sú sem býður þeim aðstoð sem vilja styrkja sig og halda áfram.

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *