Ný viðskiptatengd vinnustofa 27. nóvember Hótel Eyja Reykjavík

Dagskrá – Viðskiptatengd vinnustofa
14. september, 2021
Hvað er Viðskiptatengd vinnustofa?
23. október, 2021

Framtíðin þarf á ferskum hugmyndum að halda.

Hvort sem þú starfar sjálfstætt eða með öðrum í stærri hóp.

Óheft sköpunarflæði gefur forskot og til að svo megi verða þarf að búa til öruggt rými og aðstæður.

Það er ekkert minna en magnað að taka þátt í vinnu þar sem saman koma ólíkir einstaklingar með sama markmið þ.e.a.s hvernig get ég starfað við það sem mig langar til og gefur mér mestu gleði.

Það er nefnilega þannig að þegar við gerum það sem við erum góð í og veitir okkur ánægju þá margföldum við þá upplifun og smitum yfir á aðra. Það er þess vegna mikilvægt að gera akkúrat það.

Á þessum nótum og á þeim vettvangi fyrir sjálfstætt starfandi og athafnafólk höfum við sett af stað Viðskiptatengda vinnustofu númer 2 sem verður 27. nóvember á Hótel Eyja í Reykjavík.

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *