Dagskrá – Viðskiptatengd vinnustofa

Er framtíð viðskipta sjálfstæður rekstur?
16. ágúst, 2021
Ný viðskiptatengd vinnustofa 27. nóvember Hótel Eyja Reykjavík
22. október, 2021

Í grófum dráttum lítur dagskráin okkar á Kleif Farm svona út. 

Þeir sem hafa bókað gistingu mæta aðeins fyrir kl.11 til að koma sér fyrir í herberginu. Við höfum allt húsið til umráða þannig að það er nóg pláss og hægt að láta fara vel um sig. Á meðan á vinnustofunni stendur bjóðum við upp á hollar og góðar veitingar. Einhverjir hafa beðið um vegan útgáfu og það er ekkert mál, bara láta okkur vita í tíma.

Vinnustofan er til kl. 17 á laugardeginum og þar með líkur þeim degi. Þeir sem gista á staðnum eins og við Fanney ætlum að gera stendur til boða að taka spjall um efni dagsins. Það er alveg frjálst, hver og einn gerir það sem hentar. Við kveikjum upp í arninum og hitum pottinn fyrir þá sem vilja. Byrjum svo spræk á sunnudeginum 17. október kl.11 og verðum til kl.14.

Laugardagur 16. október 

Kl. 11 Við byrjum á því að lenda á staðnum, setja okkur í stellingar og hefjast handa.

Hvernig tengist sjálfsþekking markaðsmálum eins og aðgreiningu og verðstefnu og hvað hafa tengingar, tengsl og samskipti með þetta allt saman að gera? Við förum yfir það og byrjum á sjálfsþekkingu. Til að hver og einn fái sem mest út úr vinnunni þá verða umræður og góðar spurningar sem kveikja á, í framhaldinu eru verkefni sem hver og einn vinnur fyrir sig og svo sameiginleg samantekt.

Kl. 12:30 – 13:00 Hádegishlé

Kl. 13:00 – 14:30 Fanney tekur við eftir hádegismat og fer yfir aðgreiningu út frá verðstefnu og persónuleika vörumerkis. Hver og einn vinnur verkefni þessu tengdu fyrir sig.

Kl. 14:30 – 14:40 Fyllum á te, kaffi, vatn og aðra hressingu.

Kl. 14:40 – 16:45  Tengsl og tengslanet. Þennan kafla tökum við Fanney saman og á ólíkan hátt því að tengsl eru ólík og mismunandi eftir fólki, bakgrunni, aðstæðum og ýmsu fleiru. Umræður um viðfangsefnið og gaman að heyra ef hver og einn vill deila. Hér verða líka verkefni; hver og einn og svo sameiginlegt. Inn í þennan kafla langar okkur að kynna Gagnræður eða Bohm Dialogue en það er samtalsform sem ekki mikið hefur verið talað um en hefur verið notað síðan 1957 og heitir eftir ameríska vísindamanninum og eðlisfræðingnum David Bohm. Í Gagnræðum fær hver og einn tækifæri til að segja það sem honum liggur á hjarta algjörlega og án þess að gripið verði fram í eða að það sem hann hefur að segja verði til umræðu eða gagnrýnt. Hversu oft hefur þig ekki langað til að segja það sem þér liggur á hjarta en þú hættir kannski við vegna fyrri upplifana að orðið sé tekið af þér, snúið út úr því sem þú varst að segja eða þú færð skilaboð með einhverri tjáningu að þetta hafi verið asnalegt. Gagnræður leysa ekki ágreining, þær komast ekki að niðurstöðu, þær eru ekki kappræður eða samtal um að sannfæra aðra um að komast á þína skoðun. Gagnræður er samtal í flæði þar sem hugsanir fá að vera hugsanir og skoðanir skoðanir án skuldbindinga eða hólfaskiptinga. Nokkuð gott ef þetta væri frekar venja en undantekning og hversu gott væri að nota þessa tækni í viðskiptum. Meira um það 16. október. Það er rétt að taka það fram að ég mun leiðbeina og halda utan um gagnræðurnar, það sem þú gerir er að taka þátt.

Kl. 16:45 – 17:00 Við ljúkum svo fyrri vinnustofudeginum á samantekt og setjum tóninn fyrir sunnudaginn.

Sunnudagur 17. október 

Kl. 11:00 – 12:30 Eftir morgunmat, kaffi og te byrjum við vinnustofuna kl.11. Förum saman yfir hvað stendur upp úr. Hvað erum við komin með núna? Hvernig getum við tengt það sem við fórum yfir í gær saman þannig að úr verði heild? Hérna verða umræður og einstaklingsverkefni. Hvernig ætlar þú að halda áfram, á hvað ætlarðu að leggja áherslu, gera meira af? 

Kl. 12:30 – 12:40 Kaffihlé  

Kl. 12:40 – 13:50  Við tökum fyrir dæmisögu úr íslensku atvinnulífi, hvernig þessir þrír þættir sjálfsþekking, aðgreining og tengsl urðu að viðskiptum.

Kl. 13:50 – 14:00 Við ljúkum svo vinnunni kl.14 og bjóðum þátttakendum sem það vilja að þiggja tíma í viðskipta markþjálfun hjá Markhóli, innifalið í verði vinnustofu og samkomulag um

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *