Er framtíð viðskipta sjálfstæður rekstur?

Viðskiptatengd vinnustofa – Praktísk atriði
25. maí, 2021
Dagskrá – Viðskiptatengd vinnustofa
14. september, 2021

Frelsi og sjálfstæði.

Tölfræði bendir til þess að 6 af hverjum 10 af mannafla Bandaríkjanna muni starfa sjálfstætt eða hafi starfað sjálfstætt fyrir árið 2027 (Forbes, Gene Zaino, MBO Partners, 2017). Nýlegri tölur sem taka mið af Covid-19 sýna að til og með 2020 hafi 48% af bandarískum mannafla starfað sjálfstætt. Áætlað er að sú prósenta verði orðin 54% árið 2025, þrefalt meiri vöxtur en hjá launþegum (MBO Partners, 2020, 10th annual State of Independence in America Survey). Nú eru þessar tölur ekki til staðar fyrir íslenskan vinnumarkað en vel er hægt að fá tilfinningu fyrir þróun hérlendis með því að skoða þróun mála vestanhafs. Ef staðsetning skiptir ekki öllu máli eins og við upplifðum á síðasta ári með allri þeirri fjarvinnu sem átti sér stað, ætti það þá að skipta máli við hvað þú vinnur. Svo virðist sem sjálfstæði og frelsi sé hinn nýi draumur og sá draumur sem þeir eiga sem tilheyra Millennials og Z kynslóðinni. Yngri kynslóðir eru hreyfiafl breytinganna og við sem eldri erum munum þurfa að færast með og aðlagast.

Vettvangur einyrkja og sjálfstætt starfandi.

Það er tækifæri í því að búa til vettvang fyrir hóp einyrkja, sjálfstætt starfandi, fólk í eigin rekstri og þá sem vilja velta upp möguleikum. Viðskiptatengd vinnustofa er sá vettvangur. Við ætlum að rannsaka hvernig og með hvaða hætti við getum bætt við það sem við höfum núna og stækkað myndina til framtíðar. Vinnustofan byggir á þremur meginþáttum; sjálfsþekkingu, aðgreiningu og tengslum. Sjálfsþekkingu því hún dýpkar skilning og leiðir okkur að góðum ákvörðunum, aðgreiningu því markaðshugsun er mikilvæg í öllum rekstri og kannski allra mest hjá þeim sem starfa einir og eða sjálfstætt, tengslum því án tenginga og samskipta við aðra minnkar möguleikinn á því að koma vöru og eða þjónustu á framfæri.

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *