Hvað er Viðskiptatengd vinnustofa?

Ný viðskiptatengd vinnustofa 27. nóvember Hótel Eyja Reykjavík
22. október, 2021
Viðskiptatengd vinnustofa – Ummæli
23. október, 2021

Vettvangur – Tækifæri – Möguleiki – Innblástur

Vinnustofan á sér stað laugardaginn 27. nóvember á Hótel Eyju frá kl. 10 til 16.

Það eru einungis 10 sæti í boði og er ástæða fyrir því. Við viljum gefa tækifæri og rými fyrir þig svo þú hafir svigrúm og sveigjanleika til að meðtaka það sem fram fer og taka virkan þátt.

Báðar höfum við reynslu af því að setja upp vinnustofur og höfum séð að þær vinnustofur sem við höfum haldið er skilvirk og góð leið til að skoða, meta, rannsaka og komast að niðurstöðu.

Innifalið

Innifalið er 6 klst. vinnustofa. 2. klst. einkatími og eftirfylgni með Lilju og Fanneyju. Vinnubók með öllu efni sem farið verður yfir á vinnustofunni ásamt ítarefni. Viku fyrir vinnustofu fá allir skráðir þátttakendur sendan til sín upplýsinga- og undirbúnings póst sem ætlaður er til að setja sig í gírinn og stilla inn á það sem í vændum er. Hádegismatur, val um tvo aðalrétti fisk eða kjúkling. Einnig í boði vegan útgáfa. Eftirréttur. Kaffi, te og sódavatn

Hvað ætlum við að skoða?

Við ætlum að skoða þrjú undirstöðuatriði viðskipta; sjálfsþekkingu, aðgreiningu og tengsl. Út frá sjálfsþekkingu búum við m.a. til persónulega framtíðarsýn (e. personal vision statement). Þegar kemur að aðgreiningu skoðum við mismunandi verðstefnur (e. pricing strategies) og hverjar henta þínum rekstri eða þinni hugmynd best. Þá er persóna þíns vörumerkis (e. brand persona) skoðuð sem aðgreining á markaði. Í loka kaflanum skoðum við tengsl. Hvernig við byggjum upp tengslanet og viðhöldum því?

Fyrir hverja er vinnustofan?

Viðskiptatengd vinnustofa er fyrir athafnafólk og sjálfstætt starfandi. Þá sem eru á byrjunarreit með mótaða eða ómótaða hugmynd og þá sem hafa verið einhvern tíma í rekstri og vilja fá innblástur.

Dæmi um umræður og verkefni vinnustofunnar

  • Sjálfsþekking og persónuleg framtíðarsýn (e. personal vision statement).
  • Aðgreining út frá verðlagningu (e. pricing strategies) og persónu vörumerkis (e. brand persona).
  • Tenglsanet – Hver er þín kynning? – Samtal og samskipti við viðskiptavini og tengingar.
Fyrir bókanir á Viðskiptatengda vinnustofu, smelltu hér.
Fyrir praktískar upplýsingar um Viðskiptatengda vinnustofu, smelltu hér.
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *