Viðskiptatengd vinnustofa – Ummæli

Hvað er Viðskiptatengd vinnustofa?
23. október, 2021
Framtíðarsýn Markhóls
8. mars, 2022

Umsagnir þátttakenda Viðskiptatengdrar vinnustofu á Kleif Farm, 16. og 17. október

„Þið bjugguð til öruggt rými fyrir okkur, miðluðuð upplýsingum á mjög skilgreinilegan hátt. Maður fékk betri sýn á sinn rekstur og kraft til að gera betur. Þið gerðuð gríðarlega mikið fyrir mig. Er ótrúlega þakklát að hafa fengið að vera með ykkur í þessu.“ – Lovísa Tómasdóttir

„Mér fannst yndislegt að læra af svona hjartahlýjum konum sem að virkilega vilja hjálpa manni að sækja styrkinn sinn.“ – Anna Guðný Torfadóttir

„Staðsetningin, umgjörðin, flæðið, tímastjórnunin, viðmótið ykkar, umhyggjan og næmnin – allt til fyrirmyndar. Öll upplýsingagjöf á undan var mjög skýr. Efnið ekki of þungt né flókið, allt svo aðgengilegt og auðvelt að tengja, mannlegt og huggulegt, maturinn æði.“Hera Sigurðardóttir

„Frábært utanumhald, jákvæðni og góð orka. Spurningarnar og verkefni umhugsunarverð á jákvæðan máta. Ykkur tókst að laða fram það besta í öllum. = Kraftur. Þetta var töfrum líkast! Takk. Valdeflandi = Empowering.“ – Ásta Sigríður

„Mér fannst frábært hvað þetta var vel sett upp, faglegt og vel skipulagt. Gott og traust utanumhald. Ég get 100% mælt með vinnustofunni sama hvar þú ert statt/staddur/stödd í viðskiptum! Þú færð ekki bara réttu tólin til að hámarka árangur heldur líka aðferðir til að nota tólin á þinn eigin hátt. Mér fannst ég fá nýja innsýn í fyrirtækið mitt sem nýtist mér á góðan hátt.“ – Saga Lluvia

„Hvað það var mikið interactive, speglun og tengjast/heyra í hinum. Viðskipti sett í skemmtilegan búning.“ – Róberta Michelle Hall

„Skipulagið, gegnsæið, skýrleikinn. Mér fannst gott að heyra reynslusögurnar og getað speglað mínar áhyggjur eða minn raunveruleika í ykkur og í hópnum. Mér fannst efnisinnihaldið passa við það sem mig vantaði að vita.“ – Arianna Ferro

Fyrir praktískar upplýsingar um Viðskiptatengda vinnustofu á Hótel Eyju 27. nóv, smelltu hér.
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *