Egó

Kyrrstaða eða hreyfing?
30. október, 2018
LMI
28. ágúst, 2019

Orðið egó kemur úr latínu og er fyrstu persónufornafn eintölu nefnifalli.
Egóisti er einstaklingur sem er sjálfhverfur og eigingjarn.
Ef egóisti stjórnar fyrirtæki, hóp, deild eða kemur að einhverri stjórnun hvernig lítur það út?
Egó er ekki það sama og hafa sjálfstraust, vera öruggur með sig, þó svo að flestir egóistar virki þannig út á við. Línan þarna á milli er fín. Ég meina að vera metnaðargjarn, árangursdrifinn, strategískur, fljótur að hugsa, klár, hljóta að vera góðir eiginleikar í stjórnun.
Það er aftur á móti hvernig slík stjórnun hefur áhrif á aðra, samskipti og framhaldið sem er heila málið.
Egóistinn er að ná árangri fyrir sig, hann er reyndar með meistaragráðu í því að láta það líta þannig út að þú hafir einhver áhrif.
Ofstjórnun (Micromanagement) er birtingamynd egóista stjórnunar, skortur á trausti, þurfa að vera inn í öllum smáatriðum allra mála, horfa yfir öxlina, vita betur og gjaldfella hugmyndir sem dæmi.
Allt þetta byggir á því að egóistinn sem stjórnar er ekki öruggur fyrr en hann veit hvar hann hefur alla.
Hvaða áhrif hefur þetta á hugmyndavinnu, sköpun og hugarflug? Líklega ekki jákvæð.
Á vinnustöðum framtíðarinnar verða einstaklingar sem sætta sig ekki við slíka stjórnun, það fólk er upplýstara, öruggara og með allt aðrar hugmyndir um það hvernig skipuritið eigi að líta út. Ég hugsa jafnvel að orðið skipurit sé ekki ofarlega.
Hvað þarf til að ná árangri?
Samstarf, hópavinna, skoðanaskipti, víðsýni og setja egóið á snagann.

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *