Kyrrstaða eða hreyfing?

Í markþjálfun færðu stuðning við að vera sá sem þú vilt
5. október, 2018
Egó
12. ágúst, 2019

Í rauninni hefur enginn sérstakan áhuga á þér eða því sem þú ert að gera.

Eða er mikið að velta fyrir sér hvernig þú ert eða fyrir hvað þú stendur.

Þú nærð fyrst athygli með því að gera.

Þannig séð – Þeim tíma sem þú eyðir í að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst eða hvort þú ert búinn að gera eitthvað nógu vel eða „hvað ef“ og þar fram eftir er þá bara tími sem puðrast út í loftið.

Setjum vigt á þetta – Hvað viltu hafa? – Áhyggjur eða fara af stað og mæta útkomunni?

Hver er munurinn?

Viltu fá hreyfingu á hlutina eða kyrrstöðu?

Þú getur valið.

Það er raunverulega svona einfalt.

Ferlið er samt ekki einfalt.

Það er flókið því við erum mörg snillingar í að flækja alla hluti.

Ofhugsun er niðurstaðan og útkoman er kyrrstaða.

Ok.

Þá spyr ég hvað með að sleppa þessum millilið.

Taka hagnaðninn beint í eigin vasa.

Ef þú gerir, framkvæmir, þá færðu útkomu – Mögulega ekki þá sem þú sást fyrir þér.

Útkomu.

Að ná árangri er vinna.

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *