Í markþjálfun færðu stuðning við að vera sá sem þú vilt

Breytingar
24. september, 2018
Kyrrstaða eða hreyfing?
30. október, 2018

Í markþjálfun færðu stuðning við að vera sá sem þú vilt. Stuðning við að fara þangað sem þú vilt.

Engin ráð sem segja þér hvað þú ættir að gera. Heldur hlutlausa speglun á það sem skiptir þig máli og hvernig þú gætir komist þangað. Þú ert þinn besti ráðgjafi. Hvaða vandamál leysirðu með markþjálfun – með markþjálfa?

Þið munið kannski eftir Jóni. Við Jón fórum að kafa og vinna. Það kom í ljós að það sem Jón taldi að væri hans fókus – var bara alls ekki málið. Fyrir hann. Hann komst að því að það sem hann hafði verið að gera var það sem hann hélt að væri viðeigandi fyrir hann að gera. Virkar flókið – og það er flókið að gera það sem maður heldur að maður ætti að gera. Við erum að einfalda ferlið núna við Jón.

Lilja Hallbjörnsdóttir,
ACC markþjálfi og eigandi Markhóls.

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

1 Comment

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *