Breytingar

Fyrsta vinnustofa haustsins
10. september, 2018
Í markþjálfun færðu stuðning við að vera sá sem þú vilt
5. október, 2018

Uppbygging. Búa eitthvað til. Breyta til. Búa til rými fyrir það sem skiptir máli. Tekur tíma. Á meðan gerist ýmislegt.

Hvað mig varðar þá er það ekki breytingin sjálf sem tekur á.
Mér þykir verra að hafa óbreytt ástand ef ég er ekki sátt með stöðuna.
Það þýðir samt ekki að það sé ekkert mál.
Að fara með sig í gegnum breytingar.
Það eina sem er hægt – allavega eins og ég sé það.
Munurinn felst í því þegar þú ert búinn að ákveða hvert þú ætlar og stefnir þangað.
Við það gerast breytingar eins og eðlilegur hlutur í stærra samhengi.
Við hvert skref í þá átt verður sannfæringin fyrir því að maður sé á réttri leið – svo sterk.
Það er varla að maður taki eftir því að eitthvað sé að breytast.

Svo koma áhrifin utan frá.
Spurningar eins og “Er þetta ekki erfitt?” “Hvernig gengur?” “Hvað ætlarðu að gera svo?” “Þú ert svona að dúlla þér í þessu”. “Mætirðu á hverjum degi?” “Gengur þetta upp?” “Þurftirðu barasta að selja íbúðina?” “Hvernig verður þetta í vetur?” “Er bara nóg að gera?”

Þetta er svona eins og að vera staddur í miðri vinnustofu um EFA.
Upplifa EFA og samanburð um leið og maður fer í gegnum vinnustofu með öðrum um sama efni.
Ég er mjög þakklát fyrir allar þessar spurningar – því þær endurspegla minn eigin efa.
Um leið og þær segja mér hvað ég er komin langt – hvað ég hef farið langt og það er allt í lagi með mig.

Næsta vinnustofa um EFA og trú á eigin sannfæringu verður 29. september sem er laugardagur. Við verðum í Skeifunni 17 þar sem Markhóll á heima og tíminn er 13 – 17.

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *