parallax background

Leadership Management International

LMI

Markhóll hefur hafið samstarf við LMI – Leadership Management International. Alþjóðleg leiðtogaþjálfun sem miðar að því að hjálpa stjórnendum að ná hámarks árangri á þeim vettvangi sem þeir starfa. Þjálfunin kemur frá Bandaríkjunum og byggir á rúmlega 50 ára reynslu. Þjálfunin er virk í 80 löndum og til á 30 tungumálum meðal annars á íslensku.

Það sem er einstakt við þessa þjálfun er hvernig hún er uppbyggð, en til grundvallar er lesefni og verkefni sem byggir á efni textans. Í lok hvers kafla sem eru 6 í heildina fer þátttakandi í gegnum verkefnin, setur sér markmið út frá viðgangsefninu, tekur saman hverju kaflinn skilaði og vinnur með þjálfaranum.

Þátttakandi og þjálfari hittast á 3-4 vikna fresti á þeim 6 mánuðum sem þjálfunin stendur yfir. Á þeim tíma hefur þátttakandi tækifæri til að spegla og fara yfir það sem hann telur mikilvægast fyrir sig og hvernig hann gæti nýtt umfjöllunarefni hvers kafla.

Það er því í senn sjálfskoðun og mat hvers og eins sem og vinna með þjálfara sem dýpkar þessa nálgun og setur enn betur í samhengi þær áskoranir sem hver og einn stjórnandi þekkir úr sínu umhverfi.


Praktískar upplýsingar

Opnunartími
Virka daga frá 09:00 - 17:00

Markhóll
Lilja Hallbjörnsdóttir
Kt. 270966-4899