Spurningar eru upphafið að mörgu

Saga um tíma
4. september, 2018
Fyrsta vinnustofa haustsins
10. september, 2018

Lilja Hallbjörnsdóttir ACC Markþjálfi og eigandi Markhóls markþjálfunar.

Spurningar eru upphafið að mörgu.

Ég veit ekki hversu oft ég hef byrjað að skrifa og skilgreina markþjálfun – hvað er þetta – er þetta eitthvað – hvað er það sem þú gerir? Það er ástæða fyrir fría kynningartímanum 🙂 Einhvern veginn liggur það betur fyrir mér að segja direct frá því sem ég geri en skrifa það. En hér kemur þetta:

Ég er ACC vottaður markþjálfi sem þýðir að ég hef lokið fyrsta alþjóðlega vottunarstigi (stigin eru þrjú ACC PCC og MCC) ICF (International Coach Federation) til þess að það gerist þurfa að vera að lágmarki 100 klst í verklegri markþjálfun – hafa lokið grunnnáminu – og staðist með að lágmarki 75% útkomu alþjóðlegs prófs frá ICF. Samtökin standa vörð um fagið og fagmennskuna og leggja til grundvallar 11 hæfniskröfur sem markþjálfar skuldbinda sig til að framfylgja. Ég lauk grunnnáminu 2016 og framhaldsnámi í markþjálfun vorið 2018 frá Evolvia.

Ástæða þess að ég er í þessu fagi og hef stofnað Markhól markþjálfun er sú að ég hef mikla trú á nálgun markþjálfunar. Hvernig aðferðin getur stutt við einstaklinga og hópa og hjálpað þeim að meta og taka ákvarðanir útfrá sér og sínum væntingum. Bakgrunnur minn er úr rekstri – stjórnun og markaðsmálum. Ég hef stýrt stórum einingum og deildum, farið fyrir breytingum og unnið með fólki. Ég sé tækifæri í markþjálfun. Mig langar til þess að vera sú sem býr til vettvang- skapar aðstæður fyrir aðra svo þeir geti haldið áfram og stækkað. Mig langar til að ná árangri og búa til verðmæti sem skipta máli.

Ég hef frá upphafi boðið frían kynningartíma án allrar skuldbindingar. Þannig finnst mér ég ná tengingu – get útskýrt aðalatriðin og hvernig ég nálgast hlutverk mitt sem markþjálfi. Á sama hátt færð þú tækifæri til að meta hvort þú viljir vinna með mér. Því ef markþjálfun er eitthvað þá er hún samvinna – traust – tengsl – og árangur. Þannig markþjálfi er ég.

Lilja Hallbjörnsdóttir,
ACC markþjálfi og eigandi Markhóls markþjálfunar.

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *