Árangurshjólið

Speglun og ráðgjöf
10. ágúst, 2020
Sýn – starfstengt örnámskeið
11. desember, 2020

Árangurshjólið er heitið á námskeiðinu sem við Þóra höfum verið að vinna að og erum nú að leggja lokahönd á. 

Námskeiðið varð til vegna þess að okkur langaði að vinna með efni sem væri praktískt og lifandi og væri auðvelt að laga að þörfum hvers þátttakanda. Við sjáum aukna þörf fyrir vettvang þar sem einstaklingar og teymi geta tekið stöðuna bæði persónulega og út frá sínum vinnustað og skoðað hvar tækifærin eru nú þegar en ekki síður hvernig hægt er að skapa fleiri.

Við erum stoltar af útkomunni og hlökkum til að kynna námskeiðið betur, bæði hér og í samtölum við þau ykkar sem hafið áhuga á að vita meira.“

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *