Markþjálfun – Markhóll og ég.

Persónuleg framtíðarsýn
7. janúar, 2021
Að segja nokkur orð
11. mars, 2021

Svo sannarlega er markþjálfun fyrst og fremst aðferð vel skilgreind af alþjóðasamtökunum ICF (International Coaching Federation) en samtökin eru 25 ára í ár. Tilgangur þeirra er að halda uppi fagmennsku og gæðum tryggja og framfylgja siðareglum sem og setja viðmið og votta þá aðila sem uppfyllt hafa skilyrði og staðist alþjóðlegt próf. Þær vottanir sem ICF veitir eru ACC (sem er fyrsta vottun) PCC og MCC. Vottunin gildir í þrjú ár að þeim tíma liðnum þarf að sækja um endurnýjun og uppfylla ákveðin skilyrði eins og að geta sýnt fram á viðurkennda endurmenntun og virkni í starfi sem markþjálfi.

Eins og ég sagði þá er markþjálfun fyrst og fremst aðferð byggð á þeim grunni og með því leiðarljósi að færast áfram – stefna áfram og komast þangað sem ákveðið var. Markþjálfar eru jafn ólíkir og þeir eru margir þó svo aðferðin sameini þá er ólík menntun, reynsla, áhugasvið sem aðgreinir. Markþjálfar eru líka mis reynslumiklir í dag geta þeir sem lokið hafa grunnnámi í markþjálfun lágmarki 60 klukkustundir kallað sig markþjálfa það sama og aðili sem hefur grunn og framhaldsnám og vottun sem og jafnvel nokkur hundruð upp í þúsund markþjálfunartíma að baki. Það er því hægt að segja að sviðið sé breytt og nokkuð ljóst að ruglings geti gætt þegar talað er um markþjálfun og markþjálfa.

Markþjálfun ein og sér gerir ekkert en þegar við hana bætist skýr tilgangur og vel mótuð markmið þá virkar hún glimrandi um það eru mörg dæmi. Markþjálfar eru ekki ráðgjafar en eru afgerandi sem þeir einstaklingar sem þeir eru sem dæmi þá hef ég frá upphafi talað út frá árangri og hef verið kölluð áskorandi. Það er vegna þess að það er minn tónn ég tala hiklaust út frá því að ná því besta – gera kröfur – sækja það sem þú vilt öðlast í starfi og lífi.

Minn fókus eða markhópur hafa verið einstaklingar í fyrirtækjarekstri aðallega ég tengi vel við og þekki vel út frá því sem ég hef lært og unnið við það sem snýr að rekstri, þjónustu, stefnu og markaðsmálum, viðskiptum og tækifærum, stjórnun og stýringu verkefna. Þannig hef ég getað nýtt það að þekkja til, skilja og ekki síður hafa mikinn áhuga á því sviði.

Ég tengdi ekki strax í mínu grunnnámi 2016 við markþjálfun mér fannst hún ekki liggja alveg vel fyrir mér ekki alveg í byrjun en eitthvað togaði samt í mig það mikið að ég fór í framhaldsnám haustið 2017 og tók ACC vottun áður en því námi lauk og stofnaði svo Markhól þá fór boltinn að rúlla og ég gat enn frekar staðsett mig sem markþjálfa og hverju ég vildi skila.

Þannig er ég áskorandi í minni markþjálfun ég er ákveðin og áhugasöm um viðskipti, breytingar og aðlögun, sókn og tækifæri ég sé mig ekki gera neitt annað en eitthvað þessu tengt og þegar maður hefur innleitt möguleikahugsunina þá eru allir vegir færir eina sem þarf er að koma auga á það.

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *