Persónuleg framtíðarsýn

Sýn – starfstengt örnámskeið
11. desember, 2020
Markþjálfun – Markhóll og ég.
14. janúar, 2021

Ég skil það það vel að það sem talið er svo gott og jákvætt fyrir mann er bara stundum eitthvað sem maður nennir ekki að hugsa um og hlusta á. Þó svo að núna sé kominn sá tími áramót og nýtt ár framundan þá er það ekki þar með sagt að maður fyllist orku og gleði og hlaupi af stað í að skipuleggja og forgangsraða sjá fyrir fram í tímann hvert maður stefnir.

Nei það er tíminn þegar maður tengir við það að eitthvað þurfi að breytast – eitthvað sem gengur ekki lengur þá fyrst og einmitt þá nálgast maður tímapunktinn til að hefjast handa. Það er ekkert víst að það sé í janúar eða mars eða febrúar kannski í apríl eða júlí.

Þegar þú ert komin á þann stað að langa til að eitthvað breytist og færist úr stað og berð þig eftir því þá ertu þegar búin að ná ákveðnum árangri og breytingarferlið er hafið. Þörfin þarf að vera til staðar og þú og bara þú getur tekið ákvörðun um að bregðast við og framkvæma.

Persónuleg framtíðarsýn gefur okkur ákveðinn ramma styður við þær ákvarðanir sem við stöndum frammi fyrir og hjálpar okkur að halda fókus á því sem skiptir okkur mestu máli.

Ef að það skiptir þig máli í þínu starfi hvort sem þú átt og rekur fyrirtæki, starfar sem stjórnandi, verkefnastjóri eða sérfræðingur ert sjálfstætt starfandi eða ert að hugsa um að gera breytingu á þínu hlutverki þá gæti örnámskeiðið Sýn verði gott upphaf við mótun og stefnun framtíðarsýnar.

Ég býð upp á þetta örnámskeið einmitt vegna þess að það er gagnlegt og setur ákveðinn tón inn í framtíðina. 

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *