Viðskiptatengd vinnustofa – Staðsetning

Viðskiptatengd vinnustofa í október
25. maí, 2021
Viðskiptatengd vinnustofa – Praktísk atriði
25. maí, 2021

Viðskiptatengd vinnustofa – Staðsetning

Ein af megin undirstöðum vinnustofunnar er staðsetningin. Hún var valin með það í huga að gefa tóninn fyrir vinnunni sem mun eiga sér stað.

Um er að ræða fallegan stað í Eilífsdal í Kjós en það tekur ekki nema um 35 mínútur að keyra frá höfuðborgarsvæðinu og inn í kyrrðina og náttúrufegurðina sem staðurinn hefur upp á að bjóða.

Ég tengi vel við þessa staðsetningu en ég tengist Kjósinni og þessum dal frá því í kringum 1990. Við hófum okkar uppbyggingu í dalnum í kringum 2010 og síðustu fjögur ár hef ég búið meira og minna hér í dalnun. Keyri þess vegna framhjá bænum Eilífsdal daglega og fylgdist með þegar farið var í enduruppbyggingu á gamla bænum og Kleif Farm varð til.

Kleif Farm

Það er því sérstaklega gaman að geta boðið þessa vinnustofu á þessum stað. Myndin hér fyrir ofan er af glugganum sem er í miðrýminu og snýr inn í botn Eilífsdals en Esjan og útfjöll hennar eru allt um kring. Í glugganum er búið að setja gærur svo hægt sé að koma sér vel fyrir, detta inn í landslagið og fá innblástur.

Okkur langaði að setja saman vinnustofu fyrir einyrkja, þá sem starfa sjálfstætt, aðila með eigin rekstur og eða þá sem hafa lengi langað til að setja viðskiptahugmynd í framkvæmd en vantar speglun, umræður og heyra hvað aðrir hafa að segja sem koma úr sambærilegu umhverfi.

Við þekkjum það líka að þrátt fyrir jákvætt viðhorf og ágæta sjálfsþekkingu, stuðning og tengsl þá eru augnablik í rekstri lítilla fyrirtækja hjá einyrkjum og sjálfstætt starfandi þar sem hreinlega vantar speglun, tíma til að setja fram hugmyndir og segja upphátt það sem verið er að spekúlera með. Að fá speglun, skilning og stuðning.

Okkar reynsla er að slík umræða getur haft gríðarleg áhrif á framvindu og framhald verkefna og reksturs. Hún getur sett ákvarðanir í skýrara ljós og kennt okkur að orða það sem við finnum og hugsum og gert greinarmun þar á.

Fyrir bókanir á Viðskiptatengda vinnustofu, smelltu hér.
Fyrir praktískar upplýsingar um Viðskiptatengda vinnustofu, smelltu hér.

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *