Viðskiptatengd vinnustofa í október

Að segja nokkur orð
11. mars, 2021
Viðskiptatengd vinnustofa – Staðsetning
25. maí, 2021

Viðskiptatengd vinnustofa hvað er það?

Vettvangur – Tækifæri – Möguleiki

Í boði eru 10 sæti og það er ástæða fyrir því.

Við viljum gefa tækifæri og rými fyrir þig svo þú hafir svigrúm og sveigjanleika til að meðtaka það sem fram fer og taka virkan þátt.

Staðsetningin er algjört lykilatriði en það fyrsta sem við gerðum var að tryggja okkur Kleif Farm í Eilífsdal í Kjós. Það tekur um 35 mínútur að keyra frá höfuðborgarsvæðinu.

Við trúum því að umhverfi og góð upplifun skil betri útkomu og niðurstöðu.

Báðar höfum við reynslu af því að setja upp vinnustofur og höfum séð að þær vinnustofur sem við höfum haldið er skilvirk og góð leið til að skoða, meta, rannsaka og komast að niðurstöðu.

Hvað ætlum við að skoða?

Við ætlum að skoða allt sem snýr að viðskiptum, hvernig við sjáum viðskiptaumhverfið núna og í framtíðinni. Hvernig það gæti breyst og hvað þú getur gert fyrir þín viðskipti til að vaxa og dafna.

Fyrir hverja er vinnustofan?

Viðskiptatengd vinnustofa er fyrir einyrkja og sjálfstætt starfandi, fyrir aðila með eigin rekstur, og eða þá sem hafa lengi langað til að setja viðskiptahugmynd í framkvæmd en vantar speglun, umræður og að heyra hvað aðrir hafa að segja sem koma úr sambærilegu umhverfi.
Vinnustofan er vettvangur fyrir þá sem starfa einir eða í minni hóp að eiga samskipti og tengsl við aðra í sömu stöðu, hvað getum við lært og hverju getum við deilt.
Það þarf enginn að vera einn í að velta fyrir sér stöðunni – hvert skal stefna og hvernig lítur framtíðin út.

Dæmi um umræður og verkefni vinnustofunnar

  • Markaðsmál, vörumerki, boðleiðir og sýnileiki
  • Hver er þín kynning?
  • Sérstaða og aðgreining
  • Tengslanet
  • Samtal og samskipti
  • Sjálfsþekking

Og ýmislegt fleira.

Fyrir bókanir á Viðskiptatengda vinnustofu, smelltu hér.
Fyrir praktískar upplýsingar um Viðskiptatengda vinnustofu, smelltu hér.
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja er ACC vottaður markþjálfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *